Ferill 80. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 80 . mál.


82. Frumvarp til laga



um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1989.

(Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991.)



1. gr.

    Ríkisreikningur fyrir árið 1989 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1989


A-HLUTI



            

Reikningur


Tekjur:        

1989



Beinir skattar     
12.587.531
Óbeinir skattar     
62.481.056
Aðrar tekjur     
309.882

Tekjur án fjármunatekna
75.378.469

Fjármunatekjur     
7.678.535

    
Tekjur alls 83.057.004



            

Reikningur


Gjöld:        

1989



Launagjöld     
22.705.834
Ýmis rekstrargjöld
15.608.036
Eignakaup     
1.557.686
Tilfærslur og ósundurliðað rekstrarfé
99.204.452 1
Rekstrargjöld, ósundurliðuð í fjáraukalögum
-
-Sértekjur stofnunar
-7.683.912

Gjöld án fjármagnskostnaðar
131.392.096

Fjármagnskostnaður
16.115.924 1

        
Gjöld alls
147.508.020

         
Tekjur umfram gjöld
-64.451.016


            

Reikningur


Sundurliðun gjalda á ráðuneyti:        

1989



00 Æðsta stjórn ríkisins
828.953
01 Forsætisráðuneyti
897.115
02 Menntamálaráðuneyti
15.598.212
03 Utanríkisráðuneyti
1.011.515
04 Landbúnaðarráðuneyti
4.869.516
05 Sjávarútvegsráðuneyti
2.358.082
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
3.965.910
07 Félagsmálaráðuneyti
3.052.175
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
32.310.964
09 Fjármálaráðuneyti
47.557.459
10 Samgönguráðuneyti
7.376.644
11 Iðnaðarráðuneyti
4.958.353
12 Viðskiptaráðuneyti
6.897.910
13 Hagstofa Íslands
95.802
15 Fjárlaga- og hagsýslustofnun
15.729.411

         
Gjöld alls
147.508.020

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1989


A-HLUTI



            

Reikningur


EIGNIR        

1989




VELTUFJÁRMUNIR


Sjóður     
148.498
    Ríkisféhirðir     
54.060
    Aðrir ríkisaðilar, innlend mynt
94.438

Bankainnstæður
2.014.872
    Seðlabanki Íslands, hlaupareikningar
1.511.531
    Innlendar innlánsstofnanir
55.612
    Erlendar innlánsstofnanir
447.729

Skammtímakröfur
Óinnheimtar ríkistekjur og innheimtufé
20.098.140
    Almennar ríkistekjur og skyldusparnaður
18.190.896
    Markaðar ríkistekjur
1.674.932
    Innheimtufé fyrir aðra
164.785
    Fyrirframgreiddar geymdar markaðar tekjur
67.527

Skammtímakröfur, aðrar
5.723.230
    Fyrirframgreidd gjöld
211.851
    Áfallnar, ógreiddar vaxtatekjur
1.152.035
    Viðskiptareikningar, bráðabirgðalán
3.870.434
    Veitt stutt lán     
488.910

        
Samtals
25.821.370

Vöru- og efnisbirgðir
121.474

        
Veltufjármunir samtals
28.106.214


            

Reikningur


            

1989



LANGTÍMAKRÖFUR OG ÁHÆTTUFJÁRMUNIR

Langtímakröfur

Veitt löng lán, innlend ógengisbundin
15.842.446
    Stofnanir í A-hluta
33.318
    Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
8.610.286
    Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs
3.860.363
    Lánastofnanir     
257.458
    Sveitarfélög     
279.147
    Aðrir     
2.801.874

Veitt löng lán, innlend gengisbundin
18.058.577
    Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
8.670.303
    Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs
4.120.896
    Sveitarfélög     
3.152.834
    Lánastofnanir     
751.688
    Aðrir     
1.362.856

Veitt löng lán, til erlendra aðila
43.485
    Erlendir aðilar     
43.485

        
Langtímakröfur samtals
33.944.508

Áhættufjármunir
Hlutabréf og stofnfjárframlög
2.595.126
    Innlend     
1.487.732
    Erlend     
1.107.394

        
Áhættufjármunir samtals
2.595.126

        
Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals
36.539.634

        
EIGNIR ALLS
64.645.848

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1989


A-HLUTI



            

Reikningur


SKULDIR        

1989



SKAMMTÍMASKULDIR

Bankareikningar, hlaupareikningsskuld
3.313.092
    Seðlabanki Íslands, aðalviðskiptareikningar
2.779.480
    Seðlabanki Íslands, hlaupareikningar
533.543
    Innlánsstofnanir     
69

Krafa á óinnheimtar ríkistekjur, innheimtufé
321.425
    Markaðar ríkistekjur á teknaliði
158.564
    Innheimtufé fyrir aðra
162.861

Geymdar markaðar ríkistekjur og innheimtufé
100.313
    Markaðar ríkistekjur
33.953
    Innheimtufé fyrir aðra
66.360

Ríkisvíxlar     
5.892.027

Skammtímaskuldir, aðrar
10.848.469
    Ógreidd gjöld     
1.071.807
    Ógreidd gjöld, sérstakar skuldbindingar
5.275.785
    Viðskiptareikningar, bráðabirgðaskuldir
3.774.122
    Tekin stutt lán, innlend önnur
726.755

        
Skammtímaskuldir samtals
20.475.326


LANGTÍMASKULDIR

Tekin löng lán, innlend ógengisbundin
31.112.441
    Stofnanir í A-hluta
23.398
    Seðlabanki Íslands
3.220.834
    Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
39.367
    Innlánsstofnanir     
2.605.182
    Lánastofnanir, innlendar
2.689.581
    Sveitarfélög     
105.047
    Aðrir     
22.429.032

            

Reikningur


            

1989



Tekin löng lán, innlend gengisbundin
939.331
    Seðlabanki Íslands
7
    Innlánsstofnanir     
9.747
    Lánastofnanir     
748.531
    Aðrir     
181.046

Tekin löng lán, erlend
58.511.893

Ýmsar langtímaskuldbindingar
51.516.771

        
Langtímaskuldir samtals
142.080.436

        
SKULDIR ALLS
162.555.762

Höfuðstóll
    Höfuðstóll í ársbyrjun
-22.702.039
    Endurmat veltufjármunir/skammtímaskuldir
260.046
    Endurmat langtímakröfur/langtímaskuldir
-11.016.904
    Tekjur umfram gjöld 1989
-64.451.017

        
Höfuðstóll í árslok samtals
-97.909.914

        
SKULDIR OG HÖFUÐSTÓLL ALLS
64.645.848



2. gr.

    Ríkisreikningur fyrir árið 1989 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1989


B-HLUTI



            

Reikningur


            

1989




Rekstrartekjur:
Seldar vörur og þjónusta
28.413.656
Seldir happdrættismiðar
1.417.843
Aðrar rekstrartekjur
144.984

        
Rekstrartekjur alls
29.976.483

Rekstrargjöld:
Hráefni og vörur til endursölu
7.604.701
Laun og launatengd gjöld
6.535.050
Happdrættisvinningar
921.430
Önnur rekstrargjöld
7.526.139
Afskriftir     
2.714.026
Stofnkostnaðarviðfangsefni flutt á efnahag
-631.605

        
Rekstrargjöld alls
24.669.741

Rekstrarhagnaður án fjármunatekna
og fjármagnsgjalda
5.306.742

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld:
Vaxtatekjur     
7.836.769
Vaxtagjöld     
-6.648.832
Arður af hlutabréfum
469
Endurmat, tekjufært
15.600.922
Endurmat, gjaldfært
-11.627.656
Reiknaðar tekjur vegna verðbreytinga
975.301
Reiknuð gjöld vegna verðbreytinga
-7.751.825

        
Fjármunatekjur og -gjöld alls
-1.614.852


Hagnaður af reglulegri starfsemi
3.691.890

Óreglulegar tekjur
304.316

Óregluleg gjöld     
-1.724.010

Framlög og tilfærslur
4.581.122

        
Hagnaður til ráðstöfunar
6.853.318

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1989


B-HLUTI


            

Reikningur


EIGNIR        

1989




VELTUFJÁRMUNIR



Sjóður og bankainnstæður
    Sjóður     
103.282
    Banki     
3.661.290

        
Samtals
3.764.572

Skammtímakröfur
    Fyrirframgreiddur kostnaður
115.756
    Viðskiptareikningar
12.320.277
    Veitt stutt lán     
8.942.116

        
Samtals
21.378.149

Vöru- og efnisbirgðir
2.128.293

        
Veltufjármunir samtals
27.271.014


FASTAFJÁRMUNIR

Áhættufjármunir og langtímakröfur
    Langtímakröfur/veitt löng lán
90.783.124
    Hlutafé og stofnfjárframlög
312.927

        
Samtals
91.096.051

Varanlegir rekstrarfjármunir
    Vélar, tæki og áhöld
9.774.497
    Fasteignir     
18.197.487
    Virkjanir, orku- og jarðvarmaveitur og jarðhitarannsóknir
7.590.870
    Aðrar eignir     
109.691

        
Samtals
35.672.545

        
Fastafjármunir samtals
126.768.596

        
EIGNIR ALLS
154.039.610

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1989


B-HLUTI



            

Reikningur


SKULDIR        

1989




SKAMMTÍMASKULDIR


Bankareikningar, hlaupareikningaskuldir
233.698

Aðrar skammtímaskuldir
12.556.303
Ógreidd gjöld     
1.748.845
Viðskiptareikningar
9.305.115
Tryggingastofnun ríkisins, viðskiptareikningar innbyrðis
256.114
Tekin stutt lán     
1.246.229

        
Skammtímaskuldir samtals
12.790.001


LANGTÍMASKULDIR

Langtímaskuldir / tekin löng lán samtals
67.964.371

        
SKULDIR SAMTALS
80.754.372

EIGIÐ FÉ
Ýmsir eiginfjárreikningar
312.221
Endurmatsreikningar
39.026.297
Höfuðstóll     
33.946.720

        
Eigið fé alls
73.285.238

        
SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS
154.039.610



3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.



A t h u g a s e m d i r v i ð l a g a f r u m v a r p þ e t t a .


    Frumvarp þetta er samið eftir ríkisreikningi fyrir árið 1989 sem lagður var fyrir Alþingi með bréfi fjármálaráðherra til forseta sameinaðs þings í september 1991.
    Ríkisreikningur fyrir árið 1989 er í fyrsta sinn gerður upp samkvæmt breyttum reikningsskilareglum sem fjármálaráðherra hefur ákveðið að fengnum tillögum ríkisreikningsnefndar. Í uppgjörum ríkisreiknings allmörg undanfarin ár hafa ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs ekki verið færðar til bókar fyrr en þær koma til greiðslu og eru því aðeins að hluta sýndar í reikningi. Í ríkisreikningi fyrir árið 1989 eru nú færðar uppsafnaðar skuldbindingar fyrri ára. Er þar um verulegar fjárhæðir að ræða og því ekki hægt að draga af tölunum ályktanir um skuldbindingar árið 1989 sérstaklega. Á þetta einkum við um vexti ríkissjóðs, lífeyrisskuldbindingar og ýmsar sameiginlegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga eða annarra samtaka þar sem lög kveða á um kostnaðarþátttöku ríkissjóðs. Í síðastnefnda tilvikinu er framkvæmd verkefnis oft undir stjórn annarra en ríkisins. Sá aðili getur því ráðið framkvæmdahraða verksins og um leið skuldbundið ríkissjóð sjálfkrafa. Takmörkun ríkissjóðs hefur falist í veitingu fjár til verkefnisins samkvæmt fjárlögum og til þessa hefur í rekstraruppgjöri ríkissjóðs einungis verið færð til gjalda greiðsla ríkissjóðs á hverju ári.
    Ríkisreikningsnefnd leggur til að stefna beri að því að sýna allar skuldbindingar sem á ríkissjóði hvíla eins og þær eru best þekktar á hverjum tíma. Það er því mikilvægt þegar í upphafi að marka skýrar reglur um það með hvaða hætti kröfur teljast skuldbindandi og þar með bókunarhæfar fyrir ríkissjóð. Er hér á eftir fjallað um helstu útgjaldasvið þar sem gerðar voru á breytingar.
    Lífeyrisskuldbindingar. Af einstökum þáttum ófærðra skuldbindinga vega þyngst ábyrgðir ríkissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga þeirra lífeyrissjóða sem ríkissjóður ber ábyrgð á, en þeir eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, lífeyrissjóðir alþingismanna og ráðherra, Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna, Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbankans og lífeyrisréttindi bankastjóra Útvegsbankans. Gerðar voru tryggingafræðilegar úttektir á stöðu þessara sjóða og eru áunnar skuldbindingar færðar í uppgjöri ríkisreiknings 1989.
    Skuldbindingar við sveitarfélög vegna framkvæmda og rekstrar. Allar skuldbindingar ríkissjóðs í tengslum við sameiginlegar framkvæmdir með sveitarfélögum verða hér eftir færðar í ríkisreikningi. Í þessu felst að uppgjör þarf að liggja fyrir við sveitarfélögin á stöðu framkvæmda við hver áramót. Einstök ráðuneyti fara með slíkt uppgjör á eigin málaflokkum við sveitarfélögin og bera ábyrgð á kröfum sveitarfélaga á hendur ríkissjóði.
    Gerðar eru nauðsynlegar færslur í reikningnum 1989 til að draga fram skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart sveitarfélögum og er þar um að ræða skuldbindingar vegna framkvæmda sem stofnað hefur verið til á liðnum árum. Í lögum nr. 87/1989, um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, er kveðið á um að uppgjör á fjárhagsstöðu framkvæmda ríkis og sveitarfélaga eigi að liggja fyrir í árslok 1989. Helstu málaflokkar, sem hér koma til uppgjörs, voru skólabyggingar og fleiri framkvæmdir menntamálaráðuneytisins, hafnarmannvirki og þéttbýlisvegagerð. Þá liggja fyrir skuldbindingar í heilbrigðisgeiranum bæði hvað snertir rekstur sjúkrastofnana og byggingarkostnað.
    Vextir. Vextir hafa til þessa verið færðir í ríkisreikningi þegar þeir eru greiddir og eru um leið sambland af nafnvöxtum af óverðtryggðum lánum, raunvöxtum af verðtryggðum lánum, svo og vöxtum af lánum í erlendri mynt. Samdóma álit er að í ríkisreikningi beri að færa áfallna vexti ársins. Álitamál er hvaða vexti skal gjaldfæra. Þar kemur tvennt til. Annars vegar að miða við beinan útreikning á áföllnum vöxtum samkvæmt ákvæðum lánssamnings, hins vegar að finna út raunvexti og gjaldfæra þá. Í því samhengi var einnig óútkljáð hvaða verðmæli á að beita við umreikning til raunvaxta. Tillaga nefndarinnar var að í ríkisreikningi 1989 voru færðir áfallnir en ógjaldfallnir vextir í árslok. Ákvörðun um að færa raunvexti til gjalda var frestað og verður það mál skoðað sérstaklega á næstunni með það að markmiði að ákvörðun liggi fyrir við uppgjör ríkisreiknings 1990.
    Ríkisábyrgðir. Nefndin lagði til að í ríkisreikning komi ábyrgðir til bókunar þegar Ríkisábyrgðasjóður hefur leyst þær til sín. Í uppgjöri síðustu ára hafa ekki farið fram hrein uppgjör milli Endurlána ríkissjóðs og Ríkisábyrgðasjóðs, þannig að hjá Endurlánum hafa myndast vanskil lána sem eftir er að færa til gjalda hjá Ríkisábyrgðasjóði. Til álita kemur að ganga lengra og færa til gjalda í A-hluta samsvarandi fjárhæð og Ríkisábyrgðasjóður afskrifar í sínum reikningi vegna affalla. Ákveðið var að bíða með frekari breytingar þar til fyrir liggur skilgreining vinnuhóps um flokkun ríkisaðila og skilgreiningu í málaflokka.
    Hér að framan hafa verið skýrðar helstu breytingar sem gerðar eru á reikningsskilareglum ríkisreikningsins 1989 miðað við fyrri ár. Fyrir notendur reikningsins er mikilvægt að áhrif þeirra séu skýrt dregin fram þar sem breytingin veldur óhjákvæmilega því að talnasamhengi milli ára rofnar.
    Ríkisreikningurinn verður ekki samanburðarhæfur milli ára fyrir og eftir breytinguna á þeim liðum sem hér hafa verið upp taldir. Skýrist það af því að til þessa hafa einungis verið færðar greiðslur til þessara verkefna í ríkisreikningnum en hér eftir verða á hverju ári færðar áfallnar skuldbindingar. Lögð var áhersla á það við framsetningu yfirlita ríkisreiknings 1989 að draga sérstaklega fram þær viðbætur sem felast í uppfærslu skuldbindinga margra ára þannig að að þeim frátöldum sé reikningurinn samanburðarhæfur við fyrri ár. Ríkisreikningur fyrir árið 1990 verður hins vegar fyrsta uppgjör ríkisreiknings sem að fullu er fært upp á rekstrargrunn og því ekki samanburðarhæfur við fyrri ár.
    Í fjárlagafrumvarpi fyrir 1992 er gerð grein fyrir tillögum um breytingu á framsetningu fjárlaga. Fjárlagafrumvarp fyrir 1993 verður sett fram í fullu samræmi við þessar breytingar. Jafnframt er unnið að tillögum um skiptingu útgjalda ríkisins í málaflokka og endurbótum á framsetningu tekna.
    Varðandi frekari greinargerð með frumvarpinu vísast til endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar og yfirskoðunarmanna ríkisreiknings um ríkisreikning 1989 og skýrslu fjármálaráðherra um framkvæmd fjárlaga 1989.
Neðanmálsgrein: 1
1) Breytt reikningsskilaaðferð leiðir til færslu viðbótarútgjalda á neðangreindar tegundir:
    Fjármunatekjur
1.152
þús. kr.
    Fjármagnsgjöld
1.427
þús. kr.
    Tilfærslur
53.546
þús. kr.
    Ýmis rekstrargjöld
1.184
þús. kr.
Neðanmálsgrein: 2
1) Breytt reikningsskilaaðferð leiðir til færslu viðbótarútgjalda á neðangreindar tegundir:
    Fjármunatekjur
1.152
þús. kr.
    Fjármagnsgjöld
1.427
þús. kr.
    Tilfærslur
53.546
þús. kr.
    Ýmis rekstrargjöld
1.184
þús. kr.